Almennar upplýsingar

  • Nafn tengiliðar: Jóhann Björn Arngrímsson
  • Staðsetning: Kaldrananeshreppur - Vestfirðir

Söguágrip

Kaldrananeskirkjugarður er í Hólmavíkurprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Núverandi kirkja á Kaldrananesi var reist árið 1851. Hún er úr timbri, járnvarin. Kadrananeskirkja var lengst af bændakirkja en komst í eigu Kaldrananessafnaðar stuttu eftir 1950. Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna altaristöflu eftir C. Rosenberg er sýnir frelsarann. Mun myndin vera máluð eftir líkneski Bertels Thorvaldsens. Þá á kirkjan kaleik og patínu svo og tvær klukkur. Er önnur með áletruninna Kaldadernes . Kirke ANNO 1798. Predikunarstóll er með ártalinu 1787.

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum