Garður Navigation

Hafnarfjarðarkirkjugarður
Almennar upplýsingar
- Nafn tengiliðar: Arnór Sigurðsson
- Netfang: kghf@simnet.is
- Staðsetning: Hafnarfjarðarkaupstaður - Höfuðborgarsvæði
Söguágrip
Stjórn og starfsmenn hafa ávalt verið einhuga að gera kirkjugarðinn að stað þar sem ástvinum þykir gott að vitja sinna í fallegu og vel hirtu umhverfi. Mikilvægt er að taka á móti gestum garðsins með snyrtilegu umhverfi og vandaðri umgengni. Það veitir fólki ánægju að vitja ástvina sinna í snyrtilegum kirkjugarði og hvetur fólk til góðrar umhirðu.
Lögð hefur verið áhersla á að ásýnd garðsins verði sem best og byggð hafa verið vönduð og glæsileg hús fyrir starfsemina með áherslur á góðan aðbúnað fyrir starfsmenn. Hafa þeirra störf alltaf verið til fyrirmyndar og kirkjugarðinn þekktur fyrir snyrtimennsku og góða þjónustu. Hafnarfjarðarbær veitti Kirkjugarðinum árið 2019 viðkenninguna Snyrtileikinn fyrir góða umhirðu í garðinum.
Kirkjugarðurinn er 10 hektarar beggja vegna Kaldárselsvegar með um 10 þúsund grafarstæðum og 1.950 duftreitum. Garðinum er skipt í grafarsvæði merkt A til Y með tveimur svæðum fyrir duftker. Árið 1998 var tekin í notkun minningarreitur um horfna, drukknaða og látna ástvini í fjarlægð.
Þúsundir ástvina þeirra sem hvíla í garðinum sækja hann allan ársins hring til dytta að leiðum eða eiga þar kyrrðarstund, auk annarra gesta sem einnig sækja í kyrrðina, gróðursældina og hlýjuna sem einkenna þennan fallega kirkjugarð.
Kirkjugarður Hafnarfjarðar gaf út í mars 2021 veglegt afmælistrit um sögu og starfið í garðinum. Vefslóð afmælisritsins er https://issuu.com/hafnfirdingur/docs/kirkjugardarhafnarfirdi_vefur.
