Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Erlingur Pálsson
Heimili:
Bjargi Sundlaugaveg
Fæðingardagur:
03-11-1895
Staða:
Yfirlögregluþjonn
Dánardagur:
22-10-1966
Kirkjugarður:
Fossvogskirkjugarður
Jarðsetningardagur:
28-10-1966
Reitur:
B-26A-13
Annað:
Senda athugasemd. Umhirðubeiðni. Panta sumarblóm.

Ítarefni. Neðangreind ævidrög eru úr Morgunblaðinu 28.10.1966:

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum, í móðurætt kominn af Skaftfellingum, en Rangæingur í föðurætt. Móðir Erlings var Ólöf, dóttir Steingríms, bónda á Fossi á Síðu, Jónssonar, en faðir hans var hinn þjóðkunni brautryðjandi í sundmennt hér á landi, Páll Erlingsson, bróðir Þorsteins, skáldsins góða. Foreldrar Erlings bjuggu við þröngan efnahag á veraldarvísu, en voru þeim mun auðugri af mann gæzku og menningarhugsjónum. Þeir eiginleikar gengu ríkulega í arf til sonarins, enda má segja, að mannúð og hugsjónaauðlegð hafi einkennt hann fra ungum aldri og allt fram á síðasta dag.

Af efnahagsástæðum reyndist Erlingi ókleift að leggja upp í langskólanám, enda þótt hugur hans stæði mjög til þess. Var honum lengi vel nokkur eftirsjá í því að hafa ekki átt kost á að sækja æðri skóla, en bætti sér það mikið upp, er árin liðu, með stöðugu sjálfsnámi. Varð hann stórvel lesinn í ýmsum greinum, en einkum þó á sviði skáldskapar, fornsagna og annarra þjóðlegra fræða. Hafði hann tilvtnanir úr norrænum gullaldarbókmenntum ávallt á hraðbergi, kunni ógrynni af kvæðum og gat i góðum stundum brugðið íyrir sig latneskum spakmælum. Erlingur var vel minnugur á það, sem hann las, sá eða heyrði, og kom það sér vel fyrir hann síðar í ævistarfinu.

Lífsbaráttan byrjaði snemma hjá Erlingi Pálssyni og dugnaður hans til verka kom fljótlega í Ijós. Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir.

Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Urðu mikil þáttaskil i lífi Erlings Pálssonar, er þáverandi lögreglustjóri, Jón Hermannsson, gaf honum kost á að fá hina nýju stöðu og lagðí raun ar fast að hinum unga jnanm að þiggja boðið. Varð Erlingur við beiðninni, að loknum umhugsunarfresti, en með því skilorði þó, að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýzkalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dag leg störf lögregluliða. Eftif ársdvöl ytra kom hann heirn til þess að taka við embætfi, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun tíl útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug, en endaði um síðastliðin áramót, er hann lét af starfi tyrir aldurs sakir.

Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti steig hann annað spor, sem varð fyrir hann ennþá gæfuríkara en hið fyrra. Kvæntist hann þá eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur, pósts í Áma nesi í Hornafirði, Péturssonar. Er frú Sigríður hin mesta merkis kona og reyndist hún Erlingi tryggur förunautur, stoð og stytta í löngu hjónabandi. Bjuggu þau hjónin lengstum að Bjargi við Sundlaugaveg, þar sem þau áttu fallegt heimili. Þau hjónin eignuðust 10 börn, 3 drengi, sem létust ungir, og 7 dætur, sem allar lifa föður sinn, ásamt 17 barna börnum, en í þeirra hópi eru 3 drengir, sem bera nafn Erlings, afa síns. Dæturnar eru: Jóhanna, talsímakona við Landssíma fslands. Ásdís, gift Úlfari Nathanelssyni, kaupm. Ólöf Auður, gift Ingvari Gíslasyni, alþingismanni, Erla, gift Helga Hallvarðssyni, skipherra, Sigríður, fulltrúi í bókhaldinu, Ásta, gift Sigurði Geirssyni, byggingafræðingi, og Hulda ógift í heimahúsum.

Á því árabili, sem Erlingur Pálsson var yfirlögregluþjónn í Reykjavík, urðu hinar mestu breytingar á þjóðfélagslegum háttum, sem nokkurn tíma hafa orðið hér á landi. í Kjölfar þeirra breytinga fylgdi, eins og að líkum lætur, margháttuð vandamál fyrir löggæzluna. Það kom í hlut yfírlögregluþjónsins að vinna að lausn þeirra vandamála við hlið lögreglustjóranna. Er mér kunnugt um, að -illir áttu þeir góðar minningar um það samstarf.

Erlingur gegndi lögeeglumannsstarfi sínu af einlægri samviskusemi og árvekni .Hann kom við sögu í öllum meiriháttar lögregluaðgerðum hér í borginni um áratugi. Þurfti hann oft á miklu þreki, karlmennsku cg stjórnsemí að halda í hinu vanda sama starfi sínu. Annir yfirlögregluþjónsins voru oft óheyrilega miklar, ekki sízt fyrr á árum, þegar lögregluliðið var fámennt. Ekki kom það sjaldan fyrir, að Erlingur lagði fyrirvara laust nótt við dag til þess að geta leyst aðkallandi löggæzluverkefni svo sem samvizkan bauð honum. Má nærri geta, að sljk vinnubrögð hefðu valdið mikilli röskun á heimilislífi hans, ef hann hefði ekki átt þá myndarkonu, sem stjórnaði öllu heima fyrir af röggsemi og latti aldrei mann sinn, heldur hvatti til dáða og drengskapar.

Þegar Erlingur hóf starf í lögreglunni, munu hafa verið 12 lögreglumenn hér í bænum, en á starfstímabili hans um það bil tuttugufaldaðist sú tala. Hafa allir lögreglumenn í Reykiavík á því tímabili verið nemendur Erlings Pálssonar, auk fjölmargra utan af landi. Var Erlingur mikill áhugamaður um framfarir á sviði löggæzlumála og lagði við öll tækifæri á það mikla áherzlu, hversu mikilvægt það er fyrir lögreglurnenn að menntast sem mest og bezt í starfsgrein sinni. Honum varð ljóst, að menntun er lögreglumónnum sem öðrum mikil máttarstoð.

Hugsjónamaðurinn Erlingur Pálsson naut sín einkar vel, er hann starfaði að félagsmálum. Kom hann víða við á því sviði. Skal þar fyrst nefna forystuhlutverk hans í stéttarfélagi lögreglumanna, en þar var harui oddviti um langt árabil. Yfirlógregluþjónninn vildi gera strang ar kröfur um hæfni og mannkosti lögreglumanna og annarra, er gegna löggæzlustörfum. En honum var það einnig ljóst, að lögreglan verður ekki til lengdar samkeppnisfær við aðrar stéttir um hæfa starfsmenn, nema lögreglumenn njóti góðra launakjara og starfsaðstæðna. Með því að Erlingur taldi það hafa grund vallarþýðingu fyrir borgarana og þjóðfélagið í heild, að lögregluliðið væri skipað sem beztum mönnum á hverjum tíma, svo og af velvild til hvers og eins lögreglumanns, eyddi harin mörg um frístundum um langt árabil í það að vinna af alúð og samvizkusemi að velferðarmálum þeirra. Naut hann þess í ríkum maeli að sjá á stjórnarárum sínum í Lögreglufélaginu gjörbreyt ingu verða á kjörum lögreglumanna. Eru þeir í mikilli þakkarskuld við Erling fyrir allt það, sem hann hefir fyrir þá gert í þeim efnum.

Erlingur Pálsson var mikill íþróttafrömuður og vann æsku landsins mikið gagn á langri ævi, einkum á sviði sundíþróttar innar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjaviklands frá stofnun þess árið 1951 ur 1932-1950, Sundsambands fsog til æviloka og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951, svo dætni séu nefnd. Fyrir margháttuð störf í þágu alþjóðar var Erlingur særndur ýrnsum heiðursmerkjum, bæði innlendum og erlendum. Með Erlingi Pálssyni er genginn sérstæður persónuleiki, svíp mikill, fríður sýnum og íyrirmannlegur, hvar sem hann fór. Við samstarfsmenn hans söknum vinar í stað nú, þegar hann er allur. Ástvinum hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur.

Sigurjón Sigurðsson.

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort
Opna PDF kort:

Söguágrip:
Fossvogskirkjugarður er löngu orðinn samgróinn borgarmyndinni með sínum beinvaxna trjágróðri og stílhreinu byggingum. En garðurinn þótti mjög óhentugur og út úr í upphafi. Fólk var vant að ganga á eftir líkfylgdinni upp í gamla garðinn við Suðurgötu og mátti ekki til þess hugsa að fara alla leið út í Fossvogsgarð með sína nánustu sem kvatt höfðu þennan heim. Jónas Jónsson ráðherra og Knud Zimsen borgarstjóri áttu hugmyndina að garðstæðinu.
Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28, 2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Með viðbótinni frá 1987 fékkst rúm fyrir 3900 grafir í viðbót. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir verði í Fossvogskirkjugarði. Á miðju ári 1997 höfðu 26.476 grafir verið teknar í garðinum.
Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því vökumaður garðsins.

Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í notkun 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju. Árið 1991 var hafist handa um viðamikla endurgerð duftgarðsins, sem nú er lokið.
Á miðju sumri 1994 hófst vinna við gerð duftreits fyrir fóstur á svæði ofan sumarbústaðarlands, sem gengur inn í kirkjugarðinn að sunnanverðu. Reiturinn var vígður 16. september 1994.

Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd úr garðinum [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
33804
Símanúmer:
585-2700
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is