Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     
Upplýsingar:
Nafn:
Guðmundur Sigurjónsson Hofdal
Mynd:
Mynd vantar
Heimili:
Staða:
Staður:
Reykjavík
Fæðingardagur:
15-04-1883
Kirkjugarður: Reykjahlíðarkirkjugarður Dánardagur: 14-01-1967
Reitur:
B- 1
Jarðsetningardagur:
Annað:
Aldur: 83 ára

Umsókn um ævidrög Senda athugasemd.


Söguágrip:
Reykjahlíðarkirkja



Kirkja hefur verið í Reykjahlíð frá því snemma í kristni og var helguð Lárentíusi í kaþólskum sið. Lengi hafa verið tvær sóknir í hreppnum og nefndust Mývatnsþing. Prestsetur er á Skútustöðum með lögum frá 1876

Sóknarprestur nú er Sr. Örnólfur J. Ólafsson



Núverandi kirkja var vígð 1962 af Sr. Sigurði Stefánssyni vígslubiskupi hún var teiknuð af Jóhannesi Sigfinnssyni bónda á Grímsstöðum og byggð af heimamönnum. Árið 1990 var kirkjan stækkuð til suðurs og byggt fordyri samkvæmt teikningum Gylfa Guðjónssonar, arkitekts Teikningar hans gera einnig ráð fyrir stækkun kórs og skips til norðurs og á sætum þá að fjölga um 50.



Kirkjukór hefur verið starfandi við kirkjuna frá 1908 stofnaður af Sigfúsi Hallgrímssyni í Vogum, sem var með kórinn í yfir 50 ár. Sonur hans, Jón Árni stjórnaði kórnum í 30 ár. Orgel er í kirkjunni, keypt 1986



Kirkjugarðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum, síðast 1979

Tóttir á gamla kirkjugrunninum austan við kirkjuna eru af kirkju sem Pétur Jónsson og kona hans Guðfinna Jónsdóttir, byggðu fyrir eigin reikning og var vígð 1876 kirkjan var bændakirkja. Sú kirkja var tekin ofan 1972 í samráði við þjóðmynjavörð, en veggstubbar skildir eftir og mynna á gamla kirkjustæðið. Ekki var talið fært fyrir söfnuðinn fámennan og févana að kosta viðgerð á kirkjunni, en byggingafróðir menn töldu hana þá að hruni komna. Á þessum grunni stóð kirkja sú sem tekin var ofan þegar hraun rann umhverfis kirkjuhólinn í Mývatnseldum 1729 Talið er að fyrri kirkjur hafi staðið á þeim stað um aldir



Sóknarprestar Mývetninga á 20. öld hafa verið þessir:



Árni Jónsson frá 1888 til 1913

Sveinn Víkingur frá 1913 til 1915

Hermann Hjartarson frá 1916 til 1944

Magnús Már Láruson frá 1944 til 1949

Hermann Gunnarsson frá 1949 til 1951

Þorbergur Kristjánsson frá 1951 til 1952

Rögnvaldur Finnbogason frá 1952 til 1952

Friðrik Örn Friðriksson frá 1954 til 1997

Örnólfur J Ólafsson frá 1997



Öllum er velkomið að skoða kirkjuna en fólk er vinsamlega beðið að ganga snyrtilega um.


Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Reykjahlíðarkirkja [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Birkir Fanndal
Fjöldi þekktra legstaða:
198
Símanúmer:
Prófastsdæmi:
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða: