Kirkjugarðasamband Íslands og kirkjugarðaráð hafa staðið að rannsóknum á fjármálum og rekstrarskilyrðum kirkjugarða til að rökstyðja fullyrðingar um að framlag ríkisins til málaflokksins nægi ekki til að kirkjugarðar geti uppfyllt lagaskyldur sínar með sóma. Árið 2011 og 2013 voru utanaðkomandi sérfæðingar fengnir til verksins til að gæta hlutleysis.
Skýrslan frá mars 2016 er afurð ráðherraskipaðrar nefndar og skýrslan „Fjárhagsvandi kirkjugarða“ er sjónarmið fulltrúa kirkjugarðaráðs í nefndinni og var hún afhent öðrum nefndarmönnum fyrrihluta árs 2015.