LÖG
Kirkjugarðasambands Íslands,
samþykkt 9. desember 1995.
(br. á 3. gr. 12. júní 1999 ; br. á 7.
gr. 31. maí 2003
og br. á 3. og 7. gr. og gr. 9 felld niður 28. maí 2005)
1. gr. Nafn.
Nafn samtakanna er Kirkjugarðasamband Íslands.
2. gr. Tilgangur.
Tilgangur sambandsins er:
3. gr. Sambandsaðild.
Hver kirkjugarður á Íslandi í skilningi 1. mgr. 8.
gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, á sjálfkrafa aðild
að sambandinu. Stjórn kirkjugarðasambandsins er heimilt að leggja til, að
aðilum sem vinna að málefnum kirkjugarða og/eða skyldum rekstri, verði veitt
aukaaðild að samtökunum. Skal slík aukaaðild lögð fyrir aðalfund til
samþykktar. Hver kirkjugarður fer með eitt atkvæði á fundum sambandsins.
Aukaaðilar hafa ekki atkvæðisrétt.
4. gr. Stjórn.
Stjórn sambandsins skal skipuð 3 mönnum og 2 til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
Kosning stjórnar skal vera skrifleg, sé þess óskað. Hlutkesti ræður kjöri, þegar atkvæði falla jafnt. Varamenn taka sæti í aðalstjórn eftir þeirri röð, sem atkvæði falla á þá.
5. gr. Stjórnarfundir.
Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum og kýs úr sínum hópi ritara, sem jafnframt skal vera varaformaður og gjaldkera. Formaður ákveður fundi stjórnar. Þó er skylt að halda stjórnarfundi, ef einn eða fleiri stjórnarmaður óskar.
6. gr. Reikningar.
Reikningsár sambandsins er á milli aðalfunda. Frumeintak ársreiknings, undirskrifað af gjaldkera og kjörnum skoðunarmönnum reikninga, skal lagt fyrir stjórn og síðan aðalfund til samþykktar.
7. gr. Aðalfundur.
Aðalfundur skal haldinn ár hvert að jafnaði fyrir
lok júnímánaðar en í síðasta lagi fyrir lok septembermánaðar. Stjórnin ákveður
fundarstað og dag. Aðalfundarboð skal sent sambandsaðilum með minnst eins
mánaðar fyrirvara.
Á dagskrá aðalfundar skal að jafnaði taka eftirtalin mál:
Á dagskrá aðalfundar má setja, sem sérstaka dagskrárliði, tillögur og mál, sem berast í hendur stjórnarmanna minnst 2 vikum fyrir aðalfund. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum mála.
8. gr. Lagabreytingar.
Lögum þessum má breyta á aðalfundi, en tillögur um lagabreytingar skulu fylgja aðalfundarboði.