- Um leit í legstaðaskrá

Í legstaðaskránni er hægt að leita á marga vegu. Hægt er að leita í ákveðnum garði, eftir nafni, fæðingardegi o.s.frv. Ef smellt er á örvarnar koma fleiri valmöguleikar í ljós.

Dæmi um leitarforsendur þegar vitað er að: „fornafn“ viðkomandi hefur endinguna -laug, hann er fæddur í febrúar og dáinn 1950. Þegar þessar forsendur eru slegnar inn í leitarformið finnast 2 einstaklingar.

 
 
Ef leitað er eftir nánari upplýsingum um einstaklinginn má smella á nafn viðkomandi og fást þá ítarlegri upplýsingar s.s. legstaður, útfarardagur og kort af kirkjugarðinum.
   
 
   
 
   

- Flokkunarmöguleikar:

Í eftirfarandi leit finnast 29 einstaklingar. Hægt er að raða upplýsingum í stafrófs- eða dagsetningarröð með því að smella á nafn, fæðingardag, dánardag, stöðu eða kirkjugarð. Má með þessu móti einfalda leitina töluvert.