Prenta síðu á Gardur.is



Einstaklingurinn:
Nafn:
Valbjörn Þorláksson
Heimili:
Ránargötu 13
Fæðingardagur:
09-06-1934
Staða:
Íþróttamaður
Dánardagur:
03-12-2009
Kirkjugarður:
Fossvogskirkjugarður
Útfarardagur:
Jarðsetningardagur:
11-12-2009
11-06-2010
Reitur:
T-648
Annað:

Ítarefni. Neðangreind ævidrög voru birt í Morgunblaðinu á útfarardegi:

Valbjörn J. Þorláksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desember 2009. Foreldrar hans eru Ásta Júlíusdóttir fædd á Valabjörgum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, árið 1900, d. 1970, og Þorlákur Anton Þorkelsson, fæddur á Húnsstöðum í Stíflu, Skagafirði árið 1897, d. 1980. Hálfsystkini Valbjarnar sammæðra eru Unnur Sigurðardóttir, f. 1919, d. 2000, Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 1921, Stella Erna Hansen, f. 1923, d. 1931 og Reinharð V. Sigurðsson, f. 1927. Alsystkini Valbjarnar eru Stella Borgþóra, f. 1931, Sigurður Þorkell Zetó, f. 1930, d. 2009, Anna Sigríður, f. 1937, d. 2006, Hanna Sólveig, f. 1937, d. 1995 og Páll Róbert, f. 1943.

Börn Valbjarnar eru: 1) Magnús Valur Albertsson, f. 1954, ættleiddur, móðir Þóra Filippía Árnadóttir, maki Guðný Guðmundsdóttir, börn: a) Albert Þór, maki Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, börn: Daniel Victor og Magnús Valur. b) Berglind, maki Valdimar Þór Svavarsson, barn: Guðni Þór. c) Sigrún Ýr, maki Gunnar Rafn Borgþórsson, börn: Embla Dís og Borgþór. d) Magnús Árni. 2) Bryndís, f. 1957, móðir Guðlaug Gunnarsdóttir, maki Gunnar R. Gunnarsson. 3) Hrafnhildur Hákonardóttir, f. 1959, ættleidd, móðir Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, maki Gunnar Kvaran, börn: Hildur, Sigurður Þór og Rósa Sigurðarbörn. 4) Ástríður Sigríður, f. 1960, móðir Guðrún Sigurðardóttir, d. 1994, maki Árni Ingi Garðarsson, börn: Sigurður Andri og Elín Bríta Sigvaldabörn. 5) Guðrún Linda, f. 1969, móðir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, maki Friðgeir Guðmundsson, börn: Gísli Þór, Sigríður Erla og Páll Ingi. 6) Herdís, f. 1972, móðir Halla Guðrún Ingibergsdóttir, maki Lúðvík Guðjónsson, börn: Dimmey Rós og Daníel Hallur.

Valbjörn ólst upp á Siglufirði fram að unglingsárum er fjölskyldan flutti til Keflavíkur. Hann stundaði frjálsíþróttir meira og minna alla sína ævi, æfði hjá ÍR, Ármanni og KR og hafði þá skoðun að íþróttamenn ættu að keppa fyrir þau félög sem besta aðstöðu veita. Valbjörn var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á liðinni öld í tugþraut og sérstaklega stangarstökki, en þess má geta að fyrstu stöngina sína tálgaði hann úr árarblaði. Valbjörn var kosinn íþróttamaður ársins árin 1959 og 1965, sama ár og hann varð Norðurlandameistari í tugþraut. Hann tók þátt í þrennum Ólympíuleikum, Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó 1968. Í mörg ár var Valbjörn þjálfari af hugsjón hjá Ármanni og KR og var vinsæll og dáður af ungu kynslóðinni. Valbjörn starfaði í Sundhöll Reykjavíkur og rak Mini-golfvöll á Skólavörðustíg á sínum yngri árum. Hann starfaði einnig á Laugardalsvellinum áratugum saman og er Valbjarnarvöllur nefndur eftir honum. Það var gert eftir að hann varð heimsmeistari í flokki öldunga í tugþraut í Hannover í Þýskalandi árið 1979, þá 45 ára að aldri.

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort

Söguágrip:
Fossvogskirkjugarður er löngu orðinn samgróinn borgarmyndinni með sínum beinvaxna trjágróðri og stílhreinu byggingum. En garðurinn þótti mjög óhentugur og út úr í upphafi. Fólk var vant að ganga á eftir líkfylgdinni upp í gamla garðinn við Suðurgötu og mátti ekki til þess hugsa að fara alla leið út í Fossvogsgarð með sína nánustu sem kvatt höfðu þennan heim. Jónas Jónsson ráðherra og Knud Zimsen borgarstjóri áttu hugmyndina að garðstæðinu.
Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28, 2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Með viðbótinni frá 1987 fékkst rúm fyrir 3900 grafir í viðbót. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir verði í Fossvogskirkjugarði. Á miðju ári 1997 höfðu 26.476 grafir verið teknar í garðinum.
Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því vökumaður garðsins.

Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í notkun 1950 skömmu eftir vígslu Fossvogskirkju. Árið 1991 var hafist handa um viðamikla endurgerð duftgarðsins, sem nú er lokið.
Á miðju sumri 1994 hófst vinna við gerð duftreits fyrir fóstur á svæði ofan sumarbústaðarlands, sem gengur inn í kirkjugarðinn að sunnanverðu. Reiturinn var vígður 16. september 1994.

Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd úr garðinum [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
33799
Símanúmer:
585-2700
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is