Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör










Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     
Upplýsingar:
Nafn:
Þórður Jónsson
Mynd:
Mynd vantar
Heimili:
Dalbraut 27
Staða:
Staður:
Fæðingardagur:
29-11-1934
Kirkjugarður: Akraneskirkjugarður Dánardagur: 29-10-2018
Reitur:
óskráð leiðisnúmer
Útfarardagur:
Jarðsetningardagur:
09-11-2018
16-11-2018
Annað:
Aldur: 83 ára

Umsókn um ævidrög Senda athugasemd.


Söguágrip:
Kirkjugarðurinn í Görðum



Þegar fyrir lá að byggja nýja kirkju á Skipaskaga í kringum 1894, , höfðu menn ekki endanlega gert upp við sig hvort leggja ætti af kirkjugarðinn í Görðum og gera ráð fyrir nýjum garði sem næst hinni nýju kirkju. En um leið og ákveðið var að kirkjan skyldi reist þar sem hún er í dag, var sjálfkrafa tekið fyrir þann möguleika að grafreitur yrði umhverfis kirkjuna, en að hann skyldi áfram verða í Görðum. Vafalítið hafa að þeirri ákvörðun einnig hnigið tilfinningaleg rök Skagamanna. Forfeður þeirra höfðu um aldir jarðsett sína nánustu í þessum grafreit og þeir vildu ógjarnan breyta til.



Fljótlega varð ljóst að stækka þurfti garðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. febrúar 1909 var kjörin sérstök nefnd til samráðs við sóknarnefnd um stækkun og færslu kirkjugarðsins. Vorið 1911 var hann síðan girtur að nýju. Fram kemur í lýsingu að þá hafi stærð hans verið 35 faðmar á lengd og 7 faðmar á breidd eða aðeins um 820 fermetrar, sem nú samsvarar þokkalegri einbýlishúsalóð.

Á næstu árum kom stækkun oft til umræðu í sóknarnefnd, þó var það ekki fyrr en með kaupum Akraneskaupstaðar á Garðalandinu árið 1928 að garðinum var tryggt nægilegt endurgjaldslaust landrými til framtíðar.



Fyrsti skipulagsuppdráttur var gerður árið 1944 og staðfestur 22. janúar 1946, en þá var lokið enn einni stækkuninni. Með ákvörðun bæjarstjórnar um byggingu nýs safnahúss fyrir byggðasafnið var að nokkru leyti lagt undir það svæði sem úthlutað hafði verið sóknarnefnd og formlega var vígt 1946. Kom það raunar ekki að sök því samkvæmt síðari mælingum á jarðvegsdýpi virtist það ónothæft til greftrunar.

Því var ákveðið að færa garðinn út til suðurs og nýr uppdráttur gerður 1971 en skv. honum voru 1345 grafarstæði tilgreind. Síðan var ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir við framræslu, jarðvegshækkun og girðingu kringum þennan viðauka. Þessari vinnu lauk sumarið 1972 og var talið að þessi stækkun dygði næstu 25-30 árin.



Árið 2000 var svo tekið í notkun enn nýtt svæði sem áætlað er að dugi næstu 10-15 árin.

Flatarmál garðsins í dag er um 26.500 ferm. og hefur margfaldast á síðustu 90 árum eða frá árinu 1911, þegar stærð hans var aðeins 820 ferm.


Enn er verið að huga að stækkun og nú liggur fyrir hugmynd að skipulagi sem Sigurbjörg Áskelsdóttir landslagsarkitekt hefur unnið. Verið er að kynna bæjaryfirvöldum og öðrum þeim aðilum, sem málið varðar þessar hugmyndir.



Mjög aðkallandi er orðið að breyta ásýnd kirkjugarðsins, sem nú er að verða miðsvæðis í bænum og þar af leiðandi eitt af hinum svokölluðu grænu svæðum. Hið nýja skipulag miðar að því.
Það er einlægur vilji sóknarnefndar að geta á næstu árum, í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld gert myndarlegt átak í þessum efnum.



Starfsmaður var fyrst ráðinn að garðinum 1931, en segja má að með samþykkt dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í okt. 1934, þar sem reglur voru settar um “legkaup í kirkjugarði Akraness” hafi fyrst skapast fjárhagslegur rammi um þá umsjón.



Fyrsta líkvagninn eignaðist söfnuðurinn árið 1926. Var það hestakerra sem Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður gaf. Var þar bætt úr mikilli þörf, þar sem líkmenn höfðu fram að þeim tíma orðið að bera kistur til garðs eða flytja með hestum. Með tilkomu bifreiða breyttist þetta mjög. Það var þó ekki fyrr en árið 1976 sem sérstök líkbifreið var keypt til Akraness, og er hún enn í notkun, meira en 25 árum síðar.




Klukkuturninn í Görðum



Sr. Jón M. Guðjónsson var mjög áhugasamur um að haldið yrði til haga hvers kyns munum og minningum um fornt kirkjuhald í Görðum. Að frumkvæði hans samþykkti safnaðarfundur árið 1955 að “heimila sóknarnefnd byggingu klukknaports” að Görðum eftir þeim hugmyndum sem sr. Jón hafði sett fram.

Byggingin hófst 3. júlí 1955 og var sú dagsetning valin með hliðsjón af því að þann dag hefði sr. Þorsteinn Briem orðið sjötugur hefði honum enst aldur.

Um var að ræða turn, sem valinn var staður sem næst þeim stað sem menn ætluðu að verið hefði kórstæði Garðakirkju. 12. júlí 1958 var turninn vígður af þáverandi biskupi landsins, dr. Ásmundi Guðmundssyni. Í huga sr. Jóns átti turninn ekki einungis að geyma klukkur sem hringt væri við greftranir, heldur jafnframt að þjóna sem minnismerki um kirkjuhald í Görðum allt frá fyrstu öldum. Hann vildi að þessa yrði minnst með því að gamlir kirkjugripir og annað það, sem minnti á forna helgi staðarins yrði til sýnis í turninum. Sú hugmynd hefur reyndar aldrei náð fram að ganga.



Minnisvarði og minningarreitur



Kirkjugarðurinn er fremur fáskrúðugur af fornum legsteinum og öðrum minningarmörkum. Elstu sjáanlegir legsteinar eru frá því um 1850.



Minnisvarði og minningarreitur um horfna sæfarendur og aðra þá sem látist hafa, en ekki fundist, var vígður 5. júní 1995.

Aðalhvatamaður þessa framtaks var Jón E. Sigurðsson, en hann hafði missti bróður sinn á sjó árið 1992. Jón annaðist frágang verksins í samvinnu við sr. Björn Jónsson og sóknarnefnd.

Frá því að minnisvarðinn var vígður hefur dagskrá hins árlega hátíðisdags sjómanna á Akranesi hafist með helgistund á þessum stað.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Mynd frá Akraneskirkjugarði [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Anna Kristjánsdóttir
Fjöldi þekktra legstaða:
2812
Símanúmer:
433-1500
Prófastsdæmi:
Vesturlandsprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða:
http://www.akraneskirkja.is