Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör


Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Heimili:
Fæðingardagur:
27-09-1856
Staða:
Ritstjóri
Dánardagur:
17-03-1940
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við Suðurgötu
Jarðsetningardagur:
00-00-1940
Reitur:
T-241
Annað:
Senda athugasemd. Umhirðubeiðni. Panta sumarblóm.

Ítarefni. Þessi grein er kostuð af KGRP.

Brautryðjandi meðal kvenna:
Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fædd 27. sept. 1856 á Haukagili í Vatnsdal, dóttir Bjarnhéðins Sæmundssonar, lengst bónda á Böðvarshólum í Vesturhópi, og konu hans Kolfinnu Snæbjarnardóttur, sem var langafabarn Halldórs Brynjólfssonar Hólabiskups. Voru bræður Bríetar kunnir gáfumenn, annar þeirra próf. Sæmundur, forstöðumaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi.

Þegar móðir þeirra brá búi 1878, þá orðin ekkja, fór Bríet til náfrænda síns, séra Arnljóts Ólafssonar, og konu hans, á þeirra merka menningarheimili á Bægisá. Hún stundaði skólanám á Laugalandi í Eyjafirði 1880-81, en þar var næstelzti kvennaskóli landsins. Átti síðar vetrardvöl í Reykjavík 1884-85 og fluttist þangað alfari 1887. Hún varð fyrst kvenna til að birta ritgerð á Íslandi (í Fjallkonunni 1885) og flytja hér fyrirlestur, sem hún gaf út 1888 (Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna). Annað rit hennar var Sveitalífið og Reykjavíkurlífið (1894). Einnig skrifaði hún greinar í blöð og tímarit, innlend og útlend, t.d. Ágrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar í Skírni 1907.

Bríet hafði um langa ævi forystu í baráttunni fyrir kosningarétti, kjörgengi og jafnrétti kvenna til skólanáms og embætta til jafns við karlmenn, en þegar hún hóf þá baráttu, nutu konur konur aðeins um þriðjungslauna á við karlmenn. Stóð hún m.a. að stofnun Hins íslenzka kvenfélags, stofnaði Kvenréttindafélag Íslands 1907 og vann að útbreiðslu þess með ferðum og fyrirlestrum víða um land, stofnaði þar sex félagsdeildir og var formaður KRFÍ í 20 ár, en heiðursforseti frá 1927. Ásamt öðrum gekkst hún fyrir stofnun Kvenfélagsins Hringsins og átti hlut að stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar og sat þar tvö ár í stjórn. Þá gekkst hún fyrir því að koma á fót fyrsta barnaleikvelli Reykjavíkur, við Grettisgötu, og var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1908-12 og 1914-20. Fyrsta ræða og tillaga hennar í bæjarstjórn var um að stúlkur fengju sundkennslu eins og piltar. Hún átti sæti í skólanefnd og veganefnd um skeið og var varaþingmaður við landskjör 1916. Hún var ritstjóri Kvennablaðsins 1895-1919 og Barnablaðsins 1898-1903. Bríet varð riddari af Fálkaorðunni 1939. Hún lézt þann 16. marz 1940. Með dánargjöf hennar til KRFÍ skyldi stofnaður sjóður til að styrkja íslenzkar konur til mennta, bæði náms og vísindastarfa, og árið eftir staðfesti forseti Íslands skipulagsskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sem hefur beitt sér fyrir góðum málum auk útgáfurita. Um ævi hennar hefur m.a. verið fjallað í þessum ritum: Strá í hreiðrið ? bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar, og í ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías Viðar Sæmundsson.

Bríet giftist 1888 hinum þjóðkunna Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar, en hann féll frá á 50. aldursári 1902. Börn þeirra voru Laufey Valdimarsdóttir, stúdent og rithöfundur, formaður KRFÍ, og Héðinn alþingismaður, hagfræðingur og forstjóri Olíuverzlunar Íslands, hinn mikli stjórnmálaskörungur, sem einnig féll frá fyrir aldur fram. Dóttir hans var Bríet leikkona (1935-1996).


Jón Valur Jensson ættfræðingur tók saman.

Helztu heimildir:
Íslenzkar æviskrár I, 269.
Hver er maðurinn? I, 97.
Reykjavík. Bæjar- og borgarfulltrúatal, 42-43.
Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár (1985), 391, 439.
Þeir settu svip á öldina. Íslenskir stjórnmálamenn (1983), 143 o.áfr.
Sjálfsævisöguþáttur Bríetar (til ársins 1929) í Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna, I (1955), 9-16, endurprentaður í Merkum Íslendingum, nýjum flokki, VI, 115-129, sbr. einnig bls. vi þar og 67-76 (æviþáttur manns hennar).


   

Kort af kirkjugarðinum:
Opna PDF kort:

Söguágrip:
Hólavallagarður er hið eiginlega nafn kirkjugarðsins samkvæmt heimildum um vígslu hans 1838. Árið 1932 var land Suðurgötugarðsins á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Fram að þessu hefur því verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1993 á eftirlifandi maki rétt á að binda reit við hlið hins látna, ef kostur er. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna grafa, en greftrunum fækkar stöðugt. Sjá nánar um sögu garðsins í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Klukknaport í Hólavallagarði (gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu). [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
10933
Símanúmer:
5852704
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is