Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör


Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Einar Arnórsson
Heimili:
Laufásvegi 25
Fæðingardagur:
24-02-1880
Staða:
Hæstaréttardómari
Dánardagur:
29-03-1955
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við Suðurgötu
Jarðsetningardagur:
05-04-1955
Reitur:
G-7-1
Annað:
Senda athugasemd. Umhirðubeiðni. Panta sumarblóm.

Ítarefni. Þessi grein er kostuð af KGRP

Lögspekingur, ráðherra og fræðimaður:
Einar Arnórsson

Einar Arnórsson var fæddur á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 24. febrúar 1880, sonur Arnórs (eldra) bónda þar Jónssonar frá Neðra-Apavatni (1839?1926) og k.h. Guðrúnar Þorgilsdóttur frá Stóru-Borg í Grímsnesi (1837?1897). Einar varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 1901 með 1. einkunn. Hann lagði fyrst stund á norræna málfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá því innan skamms. Cand. phil. 1902 með 1. ágætiseinkunn. Lauk lögfræðiprófi (cand. juris) við háskólann í Kaupmannahöfn 1906 með 1. einkunn. Hann varð yfirréttarmálaflutningsmaður 1907, jafnframt ritstjórn Fjallkonunnar. Á þeim árum vann hann líka með dr. Jóni Þorkelssyni að ritinu Ríkisréttindi Íslands, sem út kom 1908, og varð sú samvinna Einari lærdómsrík, því að Jón var gagnfróður um heimildir fyrri alda. "Hafði Einar alla tíð síðan mikinn áhuga á sögu Íslendinga, bæði réttarsögu og öðrum greinum hennar, og kom söguþekking hans oft að góðu haldi í sjálfstæðisbaráttunni, samfara lagaþekkingunni" (JJóhs.), en eftir daga Jóns Sigurðssonar verður Einar að teljast einn mikilvægasti fulltrúi Íslendinga í þjóðréttarkröfum þeirra. Kennari varð hann við Lagaskólann í Rvík 1908?11, unz hann var gerður að deild í Háskóla Íslands, og var svo prófessor við lagadeild H.Í. 1911?15 og 1917?32, rektor hans 1918?19 og 1929?30 og sat í háskólaráði 5 ár. Hann var ráðherra Íslands frá 4. maí 1915 til 4. jan. 1917 og dóms- og menntamálaráðherra frá des. 1942 til sept. 1944. Einar var skipaður hæstaréttardómari 1932, gegndi þá starfinu til 1942, en á ný 1944?45, fekk lausn frá störfum þá um vorið. Hæstaréttarlögmaður 28. júní 1945. Hann var 2. þingismaður Árnesinga 1914?19 og þingmaður Reykvíkinga 1931?32. Kosinn í velferðarnefnd 1914. Hann átti sæti í fullveldisnefnd Alþingis 1917?18; átti og sæti í sambandslaganefnd 1918. Sat í dansk-íslenzku sambandslaganefndinni 1918?34. Formaður húsaleigunefndar Rvíkur 1917?19. Skattstjóri í Reykjavík frá 1. jan. 1922 til ársloka 1928, jafnframt formaður niðurjöfnunarnefndar, sat í henni til 1932. Skipaður 1927 í matsnefnd á Landbankann. Hann vann árið 1925 ásamt Hannesi Þorsteinssyni að rannsókn íslenzkra skjala í ríkisskjalasafni Dana og samningum um afhendingu þeirra til Íslands. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930?32. Sat í nefnd til að undirbúa réttarfarslöggjöf 1934. Í Árnasafnsnefnd 1936?42.


Einar sat í fulltrúaráði Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1914; kjörinn heiðursfélagi þess 1919. Hann gekk snemma í Sögufélag, var kosinn í stjórn þess 1910, gjaldkeri félagsins 1930?35, en forseti þess 1935?1955, og hafði hann þá verið í stjórn félagsins í 45 ár, lengur en nokkur annar maður; kjörinn heiðursfélagi þess 3. apríl 1917 ásamt Klemens Jónssyni, sem þá hafði látið af starfi landritara, og voru þeir fyrstu heiðursfélagarnir. Kjörinn dr. juris honoris causa (heiðursdoktor) við Háskóla Íslands 17. júní 1936. Afmælisrit helgað honum kom út á sextugsafmæli hans, Rv. 1940. Hann var meðritstjóri Fjallkonunnar 1907 (12.?41. tbl.), stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins haustið 1919 og Ísafoldar 1919?20, ritstjóri Skírnis 1930 og Blöndu, VI. bd., 1936?39 (Sögurit, 17). Átti sæti í ritstjórn Tímarits lögfræðinga og hagfræðinga 1923?24, Tímarits lögfræðinga 1954?55, en ritstjóri þess 1951?53. Var og í ritstjórn Nordisk Tidsskrift för International Rätt og Tidsskrift for Rettsvidenskap 1935?55. Einar var einn helzti fræðimaður landsins á sviði þjóðaréttar, lögfræði og réttarfarssögu, en jafnframt mikilvirkur sagnfræðingur (einkum um miðaldirnar og bókmenntir þeirrar tíðar) og stóð að merkum útgáfum undirstöðurita í fræðigreinum þessum. Vísast hér til fróðlegrar umfjöllunar um sagnfræðinginn Einar í eftirmælum hans í Sögu 1955, eftir próf. Jón Jóhannesson, sem sagði störf hans í þágu Sögufélags og íslenzkrar sagnaritunar "mikil og merkileg, þótt þau væru aðeins brot þeirra starfa, er hann vann fyrir hið íslenzka þjóðfélag." Í þeirri grein dr. Jóns kemur m.a. fram, hvernig mat dr. Einars á fornum heimildum breyttist í gagnrýnni átt með árunum. Þessi atorkusami lögspekingur, embættis- og fræðimaður hlaut ýmis heiðursmerki, varð stórriddari Fálkaorðunnar 1921, stórriddari með stjörnu 1926 og stórkrossriddari 1950, riddari af Dannebrog og hlaut heiðursmerki Alþingishátíðarinnar 1930 og Lýðveldisstofnunar á Íslandi 1944. Einar andaðist þann 29. marz 1955.


Rit Einars eru mikil að vöxtum, m.a. sægur greina í tímaritum og safnritum, þ.á m. Andvara, Blöndu, Sögu, Skírni, Tímariti lögfræðinga og hagfræðinga, Tímariti lögfræðinga, Safni til sögu Íslands og í norrænum lögfræðitímaritum. Skrá um þau helztu er að finna í Kennaratali, I. bindi, en mun enn ýtarlegri í Alþingismannatali 1845?1975 og Lögfræðingatali 1976, s. 146?8, Skrá um rit háskólakennara og heimasíðu Hæstaréttar (sjá neðar). Meginrit hans (bækur) voru þessi: Ríkisréttindi Íslands (ásamt Jóni Þorkelssyni), 1908. Ný lögfræðisleg formálabók, 1911. Dómstólar og réttarfar á Íslandi, 1911?13. Íslenzkur kirkjuréttur, 1912. Réttarstaða Íslands, 1913. Íslenzk þjóðfélagsfræði, 1915. Meðferð opinberra mála, fylgir Árbók H.í. 1919. Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur, Rv. 1923 (og dönsk þýðing eftir J.H. Sveinbjörnsson. Kh. 1926). Þjóðabandalagið, 1934. Réttarsaga Alþingis, 1937. Ari fróði, 1942. Alþingi og frelsisbaráttan 1845?1874, Rv. 1949. Árnesinga saga II: Árnesþing á landnáms- og söguöld, 1950. Játningarit íslenzku kirkjunnar, 1951.


Kona hans (5. okt. 1907) var Sigríður Þorláksdóttir kaupmanns í Rvík Johnson og k.h. Ingibjargar Bjarnadóttur frá Esjubergi (hún var þá ekkja eftir Ólaf Sveinar Hauk Benediktsson, albróður Einars skálds). Börn þeirra voru sex: 1) Ingibjörg, f. 1908, fyrr gift Halldóri Kiljan Laxness (móðir Einars sagnfræðings), síðar Óskari Gíslasyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni. 2) Guðrún, f. 1909, d. 1928. 3) Áslaug, f. 1911, fyrr gift Kristmanni Guðmundssyni rithöfundi, síðar Ejnar Jakobsen verzlunarfulltrúa í Khöfn. 4) Ásgerður, f. 1913, fyrr gift Einari B. Sigurðssyni verzlm. í Rvík, síðar Matthíasi Matthíassyni fulltrúa í Rvík. 5) Hrafnhildur, f. 1915, fyrr gift Einari Karlmann auglýsingastjóra í Stokkhólmi, síðar Louis D. Sass kennara í Nebraska. 6) Logi, f. 1917, hæstaréttardómari í Rvík, fyrr kvæntur Helgu Tryggvadóttur, síðar Oddnýju Gísladóttur.


Heimildir:
Lögfræðingatal 1976, s. 145?8 (þar er og vísað til margra heimilda).
Kennaratal I, 105?6.
Bjarni Jónsson: Íslenzkir Hafnarstúdentar, s. 285?6, sjá og tilvísaðar heimildir þar.
Alþingismannatal 1845?1975, s. 96?98, ásamt ritskrá og ýtarlegri heimildaskrá.
Skrá um rit háskólakennara 1911?1940.
Skrá um efni í tímaritum Bókmenntafélagsins (1966), s. 36 (skrá um 16 Skirnisgreinar EA).
JJóhs. = Jón Jóhannesson: 'Dr. jur. Einar Arnórsson, fyrrverandi ráðherra, prófessor og hæstaréttardómari', minningarorð í Sögu, tímariti Sögufélags, II, 155?160.
Á vefsetri Alþingis: http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=119 (með mynd).
http://www.haestirettur.is/control/index?pid=360&nr=18 (með mynd og ýtarlegri ritskrá).
Dr. Einars er einnig getið í meira eða minna mæli á mörgum öðrum heimasíðum, sjá:
http://www.google.com/search?hl=en&ie=ISO-8859-1&q=Einar-Arn%F3rsson

   

Kort af kirkjugarðinum:
Opna PDF kort:

Söguágrip:
Hólavallagarður er hið eiginlega nafn kirkjugarðsins samkvæmt heimildum um vígslu hans 1838. Árið 1932 var land Suðurgötugarðsins á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Fram að þessu hefur því verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1993 á eftirlifandi maki rétt á að binda reit við hlið hins látna, ef kostur er. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna grafa, en greftrunum fækkar stöðugt. Sjá nánar um sögu garðsins í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Klukknaport í Hólavallagarði (gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu). [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
10921
Símanúmer:
5852704
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is