Gardur.is
Veftré
Hafðu samband
Spurningar & svör


Ný bálstofa á Íslandi    

    

    

    

    


     

Einstaklingurinn:
Nafn:
Jóhannes Sveinsson Kjarval
Heimili:
Sigtúni 7
Fæðingardagur:
15-10-1885
Staða:
Listmálari
Dánardagur:
13-04-1972
Kirkjugarður:
Hólavallagarður við Suðurgötu
Jarðsetningardagur:
26-04-1972
Reitur:
E-8-51
Annað:
Senda athugasemd. Umhirðubeiðni. Panta sumarblóm.

Ítarefni. Þessi grein er kostuð af KGRP.

Okkar þekktasti listmálari:
Jóhannes Kjarval

Jóhannes Sveinsson Kjarval, einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, var fæddur í Efri-Ey í Meðallandi 15. okt. 1885, sonur Sveins Ingimundarsonar, bónda þar, og k.h. Karítasar Þorsteinsdóttur Sverrisen. Ólst hann upp hjá Jóhannesi hálfbróður móður sinnar og Guðbjörgu konu hans frá 4ra ára aldri fram yfir fermingu í Geitavík í Borgarfirði eystra. Þar málaði hann síðar mörg eftirminnileg landslagsverk, og teikningar af borgfirzku alþýðufólki eru meðal þekktustu verka hans. Á 15. aldursári fór hann að stunda sjómennsku á sumrin, fluttist til Reykjavíkur 1901 og hóf þar skólagöngu, þá til heimilis hjá foreldrum sínum og bróður. Þar kynnist hann myndlist Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar og stundaði um tíma nám hjá Ásgrími. Hafði Jóhannes ungur farið að teikna, en fengið litla uppörvun. Fyrstu sýningu sína hélt hann í Reykjavík 1908. En um áratug var hann sjómaður og stundaði margs konar vinnu í landi, mest sunnanlands, til 1911, en hélt þá utan, fyrst til Lundúna, þar sem hann sótti um í Konunglegu ensku akademíunni, en var hafnað. Dvaldist hann þar til 1912, málaði heima hjá sér og skoðaði lista- og minjasöfn. Þar tók hann sér nafnið Kjarval. 1912 fluttist hann til Kaupmannahafnar, hélt sýningu og hlaut góða dóma. Hann lærði þar teikningu í tækniskóla og málaði leiktjöld fyrir 'Fjalla-Eyvind' hjá Dramaten-leikhúsinu í Stokkhólmi. Árið 1914 gekk hann í Konunglega danska listaháskólann (Kunstakademiet) og lauk þaðan námi í málaralist 1918. Árin 1919-20 ferðast hann um Danmörku, Noreg og Svíþjóð og dvaldist tæpt misseri á Ítalíu, í Róm, Flórenz og Napolí. 1921-22 var hann með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn, en fluttist svo til Íslands, þar sem vinir hans stofnuðu félag til að styrkja hann fjárhagslega. Átti hann heimili í Reykjavík lengst af, en ferðaðist víða um land og málaði fjölda mynda af náttúru Íslands. 1924 var hann fenginn til að mála stóra veggmynd í Landsbankahúsinu í Reykjavík. Árið eftir stofnaði hann myndlistarblað, en aðeins eitt tölublað kom út. 1928 dvaldist hann í París. Á árunum 1931-47 heldur hann sýningar í Kaupmannahöfn og Reykjavík við mikinn orðstír, og 1955 var haldin stór sýning á sjötugsafmæli hans. Tveimur árum seinna gaf hann Listasafni Íslands stórfé til kaupa á íslenzkum málverkum fyrir safnið. Þá loks, 12 árum eftir að nokkrir þingmenn gerðu tillögu um að byggt yrði hús og vinnustofa handa Kjarval, veitti Alþingi fé til þess, en bygging þess hófst ekki fyrr en 1965. Ári síðar hófst bygging Kjarvalsstaða, listasafns Reykjavíkur. Jóhannes Kjarval andaðist í Reykjavík 13. apríl 1972. Voru Kjarvalsstaðir opnaðir síðar á sama ári.

"Kjarval hélt ávallt mikilli tryggð við rætur sínar í sveitinni, og undir jakkafötum heimsborgarans var oftar en ekki ullarföðurland frá fóstrum hans á Borgarfirði." Hann var um langt árabil einn sérstæðasti borgari Reykjavíkur, fjarri allri yfirborðsmennsku, og fleyg eru mörg hnyttin ummæli hans. Myndir Kjarvals eru varðveittar í söfnum, einkaheimilum og stofnunum í ýmsum löndum, en hann er víðfrægastur íslenzkra listmálara. Ýmsar bækur verið gefnar út um hann og verk hans, m.a. eftir Halldór Laxness (Jóhannes Sveinsson Kjarval, 1950), Thor Vilhjálmsson (Kjarval, 1964), Aðalstein Ingólfsson og Matthías Johannessen. Sjálfur gaf hann út nokkur rit, ljóð, frásagnir og þætti, sem hétu gjarnan skondnum nöfnum (Grjót, 1930. Meira grjót, 1937. Fornmannasaga. Enn grjót, 1938. Einn þáttur -- leikur, 1938. Ljóðagrjót, 1956. Hvalasagan o.fl.).

Jóhannes kvæntist í Kaupmannahöfn 1915 þekktum rithöfundi í Danmörku, Tove Kjarval (1890-1958), dóttur Mads Christian Merild, hljómsveitarstjóra í stórskotaliðinu danska. Þau skildu 1925. Þau áttu tvö börn, Svein og Ásu.


Jón Valur Jensson ættfræðingur tók saman.

Helztu heimildir:
Hver er maðurinn? I, 347-8.
Íslenzkir samtíðarmenn I, 376.
Vestur-Skaftfellingar II, 291.
Vefsíðan http://www2.rz.hu-berlin.de/bragi/b1/b1_johannes_kjarval_vb.htm .
Vefsiðan http://www.listasafnreykjavikur.is/Kjarvalsstadir/kjarval/kjarvalssafn.shtml

   

Gagnvirkt kort af kirkjugarðinum: Stækka kort
Opna PDF kort:

Söguágrip:
Hólavallagarður er hið eiginlega nafn kirkjugarðsins samkvæmt heimildum um vígslu hans 1838. Árið 1932 var land Suðurgötugarðsins á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Fram að þessu hefur því verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1993 á eftirlifandi maki rétt á að binda reit við hlið hins látna, ef kostur er. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna grafa, en greftrunum fækkar stöðugt. Sjá nánar um sögu garðsins í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Sjá nánar á heimasíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Ítarefni kirkjugarðs:
Svipmynd úr garðinum Víðmyndir úr garðinum
Klukknaport í Hólavallagarði (gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu). [ Skoða fleiri myndir ] Engar víðmyndir úr garði
Annað
Heimasíða kirkjugarðsins [ Skoða ]

Almennar upplýsingar :
Nafn tengiliðar:
Ingvar Stefánsson
Fjöldi þekktra legstaða:
10958
Símanúmer:
5852704
Prófastsdæmi:
Reykjavíkurprófastsdæmi
Netfang:
Heimasíða:
https://www.kirkjugardar.is