Ágæti móttakandi!

Aðalfundur Kirkjugarða KGSÍ vegna áranna 2019 og 2020 verður haldinn að Hótel Laugarbakka í Miðfirði laugardaginn 18. september nk. en þá verða tvö og hálft ár síðan við héldum síðasta aðalfund sem haldinn var á Hótel Hallormsstað vorið 2019. Mikils er um vert að fá góða þátttöku á fundinn í september eftir svo langt hlé og hvet ég alla sem tök hafa á að slást í hópinn.

Búið er að opna fyrir skráningu á fundinn og er skráningarblað hér fyrir neðan. Fulltrúar allra kirkjugarða landsins eiga rétt á að sækja aðalfundi KGSÍ. Þeir sem sækja fundina þurfa að sjá um kostnað við ferðir til og frá aðalfundarstað og uppihald á staðnum. Það er samkomulagsatriði milli viðkomandi kirkjugarðsstjórnar og þeirra sem sækja fundina hvort sá kostnaður sé alfarið greiddur af viðkomandi garði eða hversu mikið.

KGSÍ greiðir kynnisferðir og fleira sem tilheyrir aðalfundunum sjálfum og einnig fyrirlestra, skemmtiatriði o.fl. Hafa ber í huga að KGSÍ hefur pantað 40 herbergi á hótelinu og þar gildir reglan: Fyrstir koma, fyrstir fá.

Hér er innritunarblaðið.



Dagskrá fundarins 18. september 2021 er hér í PDF skrá.




Skýrsla stjórnar og ársreikningur vegna áranna 2019 og 2020 eru á slóðunum:

Ársskýrsla Kgsí 2019

Ársskýrsla Kgsí 2020



Með bestu kveðjum,

Þórsteinn Ragnarsson,

formaður KGSÍ.