Næsti aðalfundur KGSÍ verður haldinn laugardaginn 23. maí 2020 á Hótel Laugarbakka en þar er úrvals aðstaða, nýuppgert hótel með tæplega 60 herbergjum og góðri aðstöðu fyrir fundi.

Útbúin verður sérstök makadagskrá og síðan verður farin ferð með allan hópinn eftir kl. 15:00, þegar fundi er lokið.

Það er von stjórnar KGSÍ að þessi tímasetning henti sem flestum.
Uppstigningadagur (frídagur) er fimmtudaginn 21. maí og gefur hann möguleika á að lengja aðeins í ferðinni.

Hvítasunnan er helgina á eftir og Sjómannadagurinn helgina þar á eftir, þann 7. júní.