Athugið! | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Upplýsingar um fjármál kirkjugarða. Tekjukerfi kirkjugarða á Íslandi
breyttist 1. janúar 2005. Frá þeim tíma hefur tvennt ráðið greiðslu til
kirkjugarða: a) Umhirðugjald (fermetrastærð grafarsvæða). Umhirðugjald er ekki áætlun heldur
ákveðin krónutala sem greidd er á fermetra á grafarsvæðum. Þetta fermetragjald breytist
samkvæmt þróun verðlags á milli ára. KGSÍ greiðir umhirðugjald
mánaðarlega tvöfalt í febrúar og áfram til desember. Greftrunargjald er greitt eftir að viðkomandi kirkjugarðsstjórn eða fulltrúi hennar hefur fyllt út jarðsetningarskýrslu og prestur útfararskýrslu og þær skýrslur hafa verið sendar inn á gardur.is. KGSÍ greiðir til kirkjugarða og presta 15. hvers mánaðar þær útfarir (jarðsetningar) sem fram fóru í mánuðinum á undan. Þeir sem ekki hafa fengið aðgang
að skýrslukerfinu hafi samband við Arnfinn R. Einarsson í síma 585-2721 eða
Smára Sigurðsson í síma 462-2613. KGSÍ greiðir greftrunargjaldið 15.
hvers mánaðar. Dæmi: Ef jarðsett er í
kirkjugarð 5. febrúar og jarðsetningarskýrsla og útfararskýrsla eru sendar
inn fyrir 5. dag næsta mánaðar, í
þessu dæmi 5. mars, greiðir KGSÍ viðkomandi kirkjugarði og viðkomandi presti
15. mars. Útfarir og jarðsetningar í
desember eru greiddar 15. janúar. Framlag ríkisins til kirkjugarða landsins fyrir árið 2012 er kr. 888.000.000. Vegna erfiðrar stöðu ríkisfjármála hefur framlagið verið skert 4. árið í röð. Einingarverð umhirðu og grafartöku hefur því lækkað gríðarlega frá 2009 og eru áhöld um hvort þau standi undir útlögðum kostnaði við grafartöku og prestsþjónustu. Ársreikningar
kirkjugarða. Uppgjörsbréfin, dags. 21. febr. 2012 (sjá slóð hér að neðan) gera grein fyrir tekjum fjárlagaársins 2011. Rétt er að færa þær lögbundnu tekjur, sem þar eru birtar, sem tekjur ársins 2011 í ársreikningi. Greiðslur 15. janúar 2012 vegna
greftrana í desember 2010 eiga að færast sem tekjur árið 2011. Greiðslur vegna aukafjárveitingar 2009 og vegna verlagsuppbóta 2011 skulu færast sem tekjur með árinu 2011. Greiðslur vegna greftrunar
duftkera hafa mánaðarlega verið sendar frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma svo og skilagreinar.
Þessar greiðslur koma ekki með tekjuupplýsingum í bréfi dags. 21.
febr. 2012. Komi greiðsla vegna greftrunar á
nýliðnu ári inn á reikning kirkjugarðs eftir að búið er að ganga frá
ársreikningi skal taka þá greiðslu með því ári sem greiðslan berst. Vakin
er athygli á því að nú er hægt að sjá greiðsluhreyfingar frá KGSÍ jafnóðum
undir „ársyfirlit“ á sömu slóð og jarðsetningaskýrslurnar eru fylltar út.
Hægt er að sjá hreyfingar síðustu tveggja ára og þær færslur sem koma inn á
yfirstandandi ári. Þar er einnig að finna greiðslu fyrir greftrun duftkera. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Gildir 2012 |
Umhirðutekjur
á fermetra |
Grafartekjur
á gröf |
viðb.fm.
v/grafar |
|
nettó (kr/m²) |
nettó |
|
Stærðarflokkur
1 |
139,19 |
78.000 |
6 |
Stærðarflokkur
2 |
139,19 |
78.000 |
6 |
Stærðarflokkur
3 |
207,06 |
78.000 |
6 |
Stærðarflokkur
4 |
336,47 |
69.500 |
6 |
Stærðarflokkur
5 |
465,88 |
69.500 |
6 |
Stærðarflokkur
6 |
566,32 |
69.500 |
7,5 |
Stærðarflokkur
7 |
566,32 |
69.500 |
7,5 |
Stærðarflokkur
8 |
679,52 |
69.500 |
7,5 |
Stærðarflokkur
9 |
679,52 |
63.000 |
9,5 |
Stærðarflokkur 10 |
679,52 |
63.000 |
9,5 |
Stærðarflokkur 11 duftker |
716,20 |
46.000 |
1,5 |
|
|
|
|
Bréfin sem send voru til stjórna kirkjugarða 21. febrúar 2012. Top of Form Bottom of Form Kirkjugarðar og flokkar þeirra. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um fjármála kirkjugarða geta sent inn fyrirspurn á tölvupóstfangið thrag@kirkjugardar.is og henni verður svarað eftir bestu getu. Einnig er hægt að fá upplýsingar í
síma 585-2700 (Helga, Björn eða Þórsteinn). |