Varðandi ársreikning kirkjugarða fyrir árið 2006.

Gera skal grein fyrir tekjum og gjöldum á tímabilinu 1. janúar til 31. desember ár hvert. Aftur á móti eru lögbundnar tekjur hvers fjárlagaárs greiddar frá febrúar til janúar og ganga því útfyrir framtalsárið ef svo má segja. Lög um ársreikninga heimila að þær greiðslur sem tilheyra framtalsári eigi að færast með þó að greiðsla fari fram síðar.

Bréfið sem sent var út til kirkjugarða 12. febrúar 2007 gerði grein fyrir tekjum fjárlagaársins 2006 og er því rétt að færa þær lögbundnu tekjur sem þar eru birtar sem tekjur ársins 2006 í ársreikningi. Greiðslur vegna greftrana eiga að færast sem tekjur á því ári sem greiðslur berast inn á reikning kirkjugarðsins sem sömu undantekningu og geint er frá hér að ofan. Komi greiðsla vegna greftrunar á nýliðnu ári inn á reikning kirkjugarðs eftir að búið er að ganga frá ársreikningi skal taka þá greiðslu með því ári sem greiðslan berst.

Athugið! Greiðsla til margra kirkjugarða, sem dagsett er 1. des. 2006, er frá Kirkjugarðasjóði vegna uppgjörs greftrunargjalds ársins 2005. Þessi greiðsla er ekki í tengslum við greiðslur vegna 2006. Engu að síður skal gera grein fyrir henni í ársreikningi 2006.



Almennur fróðleikur um fjármál kirkjugarða.

Tafla um umhirðugjald (fermetraverð) og grafarkostnað.

Kirkjugarðar og flokkar þeirra.

Greiðslur frá Fjársýslu ríkisins á árinu 2007.
Í bréfi frá KGSÍ dags. 12. febr. 2007 var tilkynnt um fasta mánaðarlega greiðslu frá Fjársýslu ríkisins vegna umhirðu.
Þessi tilkynnta upphæð lækkar lítillega (0,86%) í mars og áfram vegna þess að heildarframlag ríkisins lækkað vegna lægri verðbólguspár.
Bréfin sem send voru til stjórna kirkjugarða 12. febrúar 2007.


Þeir garðar sem fengu skertar umhirðugreiðslur frá Fjársýslu ríkisins 2006 vegna skuldar 2005 geta skoðað bréf frá 20. febr. 2006 sem gerir grein fyrir uppgjöri 2005 og séð þar hver skerðingin var, ef um skuld var að ræða.
Bréf til kirkjugarða 20. febr. 2006 vegna uppgjörs 2005.


Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um fjármála kirkjugarða geta sent inn fyrirspurn á tölvupóstfangið thrag@kirkjugardar.is og henni verður svarað eftir bestu getu.

Þeir sem hafa aðgang að jarðsetningarskýrslugerð koma til með að geta
skoðað nánari upplýsingar varðandi greiðslur og gjöld til sinna garða þar.